17.10.2008 | 20:14
Ísland er til skammar í þessum málum.
Ég mæli með því að þið finnið stúdentablaðið og lesið þar grein um mann frá Afganistan sem sótti um hæli á Íslandi.
Hann hafði áhyggjur af því að vera sendur til Khandahar vegna þess að þá gæti hann verið drepinn. Hann kom hingað til lands frá Svíþjóð, sem gefur okkur rétt á því að skila honum bara aftur þangað og fría okkur allri ábyrgð. Ísland sá enga ástæðu til þess að láta rauðakrossinn okkar borga þessum manni 2500 krónur á viku og sendi hann til baka, jafnvel þó það gæti verið dauðadómur. Maður var sendur til Svíþjóðar, þar sem hann sat í fangelsi þangað til hann var sendur til Khandahar og það er ekkert vitað um afdrif hans í dag.
Og á meðan blaðamaður tók viðtal við manninn, ók fólk framhjá og öskraði: "Go to hell, immigrant!"
-Smekklegt!!
Fólk býr sumastaðar í heiminnum við hörulegar aðstæður, kúgun og barsmíðar. Sumstaðar sér fólk ekki fram á líf á þeim stað sem það býr. Það flýr! Og fyrir það er fólk sett í fangelsi og sent til baka, þar sem það á á hættu að vera tekið af lífi fyrir það eitt að flýja. Mér blöskraði að heyra af því að við hefðum sent fólk til baka í útrýmingabúðirnar sem kom hingað á sínum tíma, en Nú er árið 2008 og ég á varla til orð yfir því hvernig við tökum á svona málum í dag. Höfum við í alvörunni ekkert bætt okkur?
Ég veit að sumir þurfa núna að borga meira af bílalánunum sínum og það fá ekki allir pláss fyrir börnin sín á leikskóla og það mætti bæta menntakerfið og margt annað... En, Verðum við að spara þessar krónur, þó það geti kostað fólk frelsið og jafnvel LÍFIÐ?
Og þetta minnir mig aftur á umræðuna um það þegar fólk vildi ekki að við tækjum á móti fólki úr palestínskum flóttabúðum, fyrr en við værum búin að laga allt heima... Höfum við það virkilega svo slæmt að við getum ekki tekið við fólki úr flóttamannabúðum? Vitið þið hvernig það er að búa í flóttamannabúðum?
Ég bið ykkur, hugsið ykkur um!
Líf útlendinga er alveg jafn mikils virði og okkar líf og þau eiga alveg sama rétt á því og við. Þó að það kreppi að hjá Íslendingum, réttlætir það ekki svona meðferð á hælisleitendum. Þetta má ekki viðgangast. Réttindi fólks mega ekki gleymast, þrátt fyrir stórar fréttir úr efnahagsmálum hérlendis.
Þetta er ekkert einsdæmi. Hvorki fréttin af Lettanum, né af Afgananum. Þetta gerist allt of oft. Þessi mál eru þögguð niður. En við megum ekki þeigja lengur. Við getum ekki leyft stjórnvöldum að komast upp með þetta. Við verðum að hætta að vorkenna sjálfum okkur og taka á þessu, ekki seinna en NÚNA!
Mál hælisleitanda afgreitt á viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2008 | 16:29
dagurinn í dag
Næsti bekkur var spurður: "afhverju lærum við dönsku?"
-Sko, svo við getum gengið í þarna.. HELLS ANGLES!
Gleði dagsins:
Að vera spurð um skilríki í ríkinu
Ég hef ákveðið að líta á það sem góðan hlut. Ég er örugglega bara svona mikil gella!!
...máttur hugans!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.8.2008 | 18:48
Ég er Megas
Danir hafa ákveðið að samnýta líkbrennsluna til þess að hita vatn handa heimilum... hvernig líst þér á það?
vatn hitað um leið og líkin eru brennd... sparnaður.
gleði dagsins: kalt vatn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2008 | 12:42
Nemendur mínir eru snillingar!
Ég var að segja bekknum að ég yrði ekki hérna á miðvikudaginn og þau myndu fá forfallakennara. Einn svaraði: "Afhverju sendiru forfallakennara á okkur? það er illa gert. Ekki sendum við forfallanemanda til þín þegar við mætum ekki"
Svo spurði ég áðan afhverju við lærum dönsku og stúlka í bekknum svaraði: "svo að við getum lesið það sem stendur á sjampóbrúsanum"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2008 | 20:00
Mér finnst betra að brjóta þau niður andlega
Er í lagi að refsa börnum líkamlega? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.8.2008 | 18:07
það eru vandræði með þetta blogg! -erfitt að birta bloggið
Það er einhver fáviti hérna á bílaplaninufyrir framan mig með græjurnar í Hondunni sinni, í botni og skottið opið. Oghvað er fíflið að hlusta á? Kór að syngja jólalög!!!AAAAAAAAAAAA
Eftir hálftíma er ég að fara að vinna í móttökunni íSkaftafelli. Nóg að gera þar. Í gær var svo brjálað að gera að ég varð alveg rugluð. Eftir að hafa talað frönsku, dönsku, íslensku, sænsku, þýsku, babblað á spænsku og útskýrt hvernig þvottavél og þurrkari virka á ítölsku! kom loks maður sem talaði ensku..
-Ég sagði við hann: "350 krónur" og hann rétti mér peninginn
-og þá sagði ég: "Hello"
-svo var maðurinn auðvitað eins og spurningamerki íframan
-og heilinn minn fór af stað aftur eftir smá stund ogég sagði: "oh, I mean Thank You"
Setning dagsins: I ate big spider!
Orð ungs frakka, sem gerðu starfsmenn Vantajökulsþjóðgarðs mjög hissa, þangað til við áttuðum okkur á því að frakkar kunna ekki að segja H. Svoað hann var víst ekki að segja okkur að hann éti köngulær, heldur að hann hatiþær... úbs
Ég sit hérna í sólinni í skaftafelli og reyni að fá smá tan í smettið. Ég svaf í tjaldi í nótt, í fyrsta skipti í mörg ár. Um daginn lá ég líka í grasinu (sem ég hef heldur ekki gert í mörg ár) og fyrr í sumar sváfum við Hildur úti undir berum himni í Herðubreiðalindum (norðan vatnajökuls).
Þetta sumar hefur verið æðislegt. Ég held það hafi verið skemmtilegast í herðubreiðalindum þar sem við Hildur vorum grútmyglaðar á morgnana þegar við drógum fánan upp og sungum öxar við ána. Þar voru haldnir skemmtilegir fundir, eldaður góður matur og söngæfingar haldnar á kvöldin (til þess að undirbúa okkur fyrir fánastundina morguninn eftir) :) Uppáhalds lagið mitt er "ég bið að heilsa".
Rosalega er Ísland fallegt!! Núna er ég búin að keyra landið þvert og endilangt aftur og aftur. Ég er búin að fara yfir allt hálendið og meðframöllum ströndum og ég elska þetta land. Ég hef reyndar aldrei séð austfirðinavegna þess að það er ALLTAF þoka þegar ég fer þar í gegn. En hvað með það. Ég hef heyrt að austurland sé eins og Færeyjar.. kannski er það sagt vegna þess aðþar er líka alltaf þoka.
Bloggar | Breytt 25.8.2008 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2008 | 14:17
upptaka frá dimmiteringu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2008 | 21:00
skrif
ég er sem sagt búin að vera landvörður í sumar og það er búið að vera geðveikt gaman!! ég er á flatlendinu núna að flytja á vallarheiði í reykjanesbæ. svo fer ég í fyrramálið í Skaftafell og lýk síðustu dögunum mínum í þessu starfi þar.
Gleði dagsins: Pizza & Tuborg
Bloggar | Breytt 8.8.2008 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2008 | 22:29
komin á flatlendið
Í gær sat ég heillengi úti í gær og át osta og spilaði rövhul (og tapaði oft).
Uppfinningar gærkvöldsins:
Sólgleraugu með flugnafælu
spil með flugnafæli
kveikjari með flugnafælu
iPod með flugnafælu
ostadiskur með flugnafælu
kaffibolli með flugnafælu
og í fyrradag hitti ég Mel Gibson... en hvað með það. gaurinn er klikk
fer aftur í skaftafell á þriðjudaginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2008 | 19:19
Sunnudagur 27/7
Nú hef ég ákveðið að byrja að blogga. Þetta verður bara svona dagbók fyrir sjálfa mig. Mér finnst gaman að skoða gamla bloggið mitt og rifja upp gamla tíma.
Uppgvötun dagins:Bremsurnar á landvarðahjólinu virkra! Ég er með STÓRAN marblett sem sannar það.
Bloggar | Breytt 31.7.2008 kl. 22:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)