24.3.2008 | 17:49
auglýsingar
þessi mynd tengist blogginu ekki, en mér finnst hún fyndin. Ég hef ekki bloggað lengi. enda nóg að gera. en núna er ég með þessa glötuðu flensu og er að kafna úr leiðindum. Ég er búin að glápa á tv í fyrsta skipti í mörg ár og ég verð að segja að ég skil ekki mikið í þessum auglýsingum. T.d. klósettpappírsauglýsingar. Það er ein sem auglýsir lambi skeinipappír og það er barn sem knúsar lítið sætt lamb og það er súmað inn á mjúka lambið og út aftur og þá er það klósettpappír sem er extra-mjúkur. Hvað er málið? erum við að skeina okkur á lambi ef við kaupum þennan pappír því að hann er búið til úr litlum sætum lömbum eða hvað er verið að segja? Afhverju eru klósettpappírsauglýsingar ekki eins og Silly-Bang auglýsingarnar? Þar er juðast á drullunni og með silly-bang þá bara þurkaru hana burt með einni stroku. Sérðu ekki fyrir þér auglýsingu þar sem einhver er ekki að ná hægðunum af rasskinnunum, nuddar upp og niður, en tekur svo upp lambi skeinirúllu og með einni stroku er allur kúkurinn farinn? eða dömubindaauglýsingu.... í þeim er alltaf verið að hella bláum vökva í bindið eða setja það í fiskabúr... WTF. Hvað með að sýna "europris" dömubindi sem heldu engu og allt er í messi, blóð út um allt, á stólnum sem kéllingin sat á og allt... og svo fallega stúlku með libresse sem hún togar niður og segir: "sjáðu, ég er búin að vera með þetta í 7 tíma og það er ennþá ekki neitt búið að sullast útfyrir" -alvöru blóð og allt, því að þannig er það í raunveruleikanum. Það er enginn að kaupa dömubindi fyriri bláan tilranaunavökva.
já. ég er veik...
ég var vön að skirfa um málefni sem skipta máli en eftir að ég gerðist kennari þá varð ég að hætta að koma fram undir nafni og ef ég kem með einhverja athugasemd um "útlendingaumræðuna" eða önnur málefni, þá gerir fólk ekki annað en að grenja undan því að meður komi ekki fram undir nafni. ...einu rökin sem sumir hafa. By the way, þá er ég ekki framsóknarmaður og hef ekkert á móti útlendindingum. Við erum öll af erlendu bergi brotin.Svo að ég slæ bara á létta strengi og læt þetta blogg vera persónulega dagbók sem er opin vinum og vandamönnum og læt það vera að berjast gegn kynþáttahatri og öðru óréttlæti í samfélaginu, í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.