það eru vandræði með þetta blogg! -erfitt að birta bloggið

Það er einhver fáviti hérna á bílaplaninufyrir framan mig með græjurnar í Hondunni sinni, í botni og skottið opið. Oghvað er fíflið að hlusta á? Kór að syngja jólalög!!!AAAAAAAAAAAA

 

Eftir hálftíma er ég að fara að vinna í móttökunni íSkaftafelli. Nóg að gera þar. Í gær var svo brjálað að gera að ég varð alveg rugluð. Eftir að hafa talað frönsku, dönsku, íslensku, sænsku, þýsku, babblað á spænsku og útskýrt hvernig þvottavél og þurrkari virka á ítölsku! kom loks maður sem talaði ensku..

-Ég sagði við hann: "350 krónur" og hann rétti mér peninginn

-og þá sagði ég: "Hello"

-svo var maðurinn auðvitað eins og spurningamerki íframan

-og heilinn minn fór af stað aftur eftir smá stund ogég sagði: "oh, I mean Thank You"

 

Setning dagsins: I ate big spider!

Orð ungs frakka, sem gerðu starfsmenn Vantajökulsþjóðgarðs mjög hissa, þangað til við áttuðum okkur á því að frakkar kunna ekki að segja H. Svoað hann var víst ekki að segja okkur að hann éti köngulær, heldur að hann hatiþær... úbs

 

Ég sit hérna í sólinni í skaftafelli og reyni að fá smá tan í smettið. Ég svaf í tjaldi í nótt, í fyrsta skipti í mörg ár. Um daginn lá ég líka í grasinu (sem ég hef heldur ekki gert í mörg ár) og fyrr í sumar sváfum við Hildur úti undir berum himni í Herðubreiðalindum (norðan vatnajökuls).

Þetta sumar hefur verið æðislegt. Ég held það hafi verið skemmtilegast í herðubreiðalindum þar sem við Hildur vorum grútmyglaðar á morgnana þegar við drógum fánan upp og sungum öxar við ána. Þar voru haldnir skemmtilegir fundir, eldaður góður matur og söngæfingar haldnar á kvöldin (til þess að undirbúa okkur fyrir fánastundina morguninn eftir) :) Uppáhalds lagið mitt er "ég bið að heilsa".

Rosalega er Ísland fallegt!! Núna er ég búin að keyra landið þvert og endilangt aftur og aftur. Ég er búin að fara yfir allt hálendið og meðframöllum ströndum og ég elska þetta land. Ég hef reyndar aldrei séð austfirðinavegna þess að það er ALLTAF þoka þegar ég fer þar í gegn. En hvað með það. Ég hef heyrt að austurland sé eins og Færeyjar.. kannski er það sagt vegna þess aðþar er líka alltaf þoka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband