ný byrjun

Jæja, þá hef ég ákveðið að henda gamla blogginu mínu og byrja upp á nýtt.

Fyrsta bloggfærlsan mín er svona:

Þættirnir Moonlight, eru allra verstu þættir sem hafa verið gerðir, nokkurntíman!! EKKERT er verra en þessir þættir. Ég skal glöð mæta aftur í tíma hjá Hilmari Mokk frekar en að horfa á þennan sora.Sick

 

Ég er að horfa á þátt um "string theory" og Einstein kemur auðvitað við sögu. Alltaf þegar við tölum um eðlisfræði og Einstein, hugsa ég til þess hversu frægur og dýrkaður hann var. Hann var stjarna!! Aðrir menn sem voru gáfaðir og gerðu merkar uppgvötanir voru líka algerar "rokkstjörnur". En í dag er það kúl að vera heimskur. Fræga fólkið í dag er frægt fyrir að dópa, vera yfirnáttúrulega heimskt, keyra fullt, ríða öllum og setja kynlífsmyndband af sér á netið. Afhverju er það kúl að vera svo mikill fáviti að þú getir flokkast undir það að vera andlega þroskaheftur? Ég verð vör við það hjá kvenkyns nemendum mínum að þær láta eins og þær séu gjörsamlega tómar í hausnum, vegna þess að það er kúl. Þetta eru stúlkur sem eru ekki heimskar, fá 9,5 á prófi, en þykjast vera fávitar til að ganga í augun á öðrum. AFHVERJU?

 

"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð. Ímyndunaraflið spannar allan heiminn" - Albert Einstein


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband