23.4.2008 | 14:21
Vörubílstjórar skíta uppá bak
Hvað í andskotanum á það að þýða að kasta steini í hausinn á löggunni?!
Og mótmælin í gær... ég á varla til orð yfir því hvað þau voru heimskuleg! já, strákar, Abbas er eftir að segja fólkinu sínu í Palestínu frá því að vörubílstjórum á Íslandi finnist bensín dýrt og séu ósáttir við hvíldartímann sinn og fólkið í Palestínu mun finna til með ykkur og standa við bakið á ykkur. .....NAT.
nú er komið nóg af þessari vitleysu, takk fyrir
kem ekki fram undir nafni því ég vil ekki fá stein í hausinn!
Lögreglumaður á slysadeild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst þetta bara mjög gott mál !!!! Sýna þessum andskotum að við látum ekki vaða yfir okkur og kunnum að mótmæla !!!
Halli (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:36
það er alls ekki flott að kasta steini í hausinn á löggunni. þetta eru menn eins og ég og þú. Þeir eru að vinna vinnuna sína og eiga ekki skilið að verða fyrir svona ofbeldi
Margrét Ingadóttir, 23.4.2008 kl. 14:39
Sjáið þið ekki hverju lögreglumaðurinn heldur á? Þó við sjáum á þessu videoi að lögreglumaður fái grjót í höfuðið þá sjáum við ekki hvað gerðist fyrir það, lögreglan er að misnota vald sitt með ofbeldi, og þegar fólk er beitt ofbeldi þá beitir það ofbeldi til baka.
Hvað eruð þið að vorkenna löggunni? Hvað með allt fólkið sem var búið að úða á með gasi eða piparúða?
Sigrún Edda (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 14:52
Ísland að fara til fjandans bara! Best væri að taka bara upp grillið og grilla öll saman við Rauðavatn. Jeij.
Siljan (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:38
Afhverju eru trukkabilstjóra bunir að skita upp á bak sá sem henti grjótinu er ekki trukkabilstjóri ekki að það skifti máli menn eiga ekki að vera að kasta grjoti frakar en að löggan á ekki að berja menn eða sprauta gasi í andlitið á konu sem hefu það eitt til saka unnið að horfa á þessi læti
Jón Rúnar Ipsen, 23.4.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.