A clear conscience is usually the sign of a bad memory.

Ég var andvaka ķ nótt og aš lokum settist ég viš tölvuna og fór aš lesa hin og žessi moggablogg, śt frį fréttum į mbl.is. Ég komst aš žvķ aš žaš eru nokkrir einstaklingar sem eru aš eyšileggja žennan möguleika okkar į frjįlsri umręšu um fréttir į netinu. Nokkrir bloggarar og fólk sem aš skrifar athugasemdir viš blogg annara, skrifa svo hrikalega ósmekklega aš ég žori ekki einu sinni aš vitna ķ žaš hér. Ef aš mogginn vęri bara aš loka į žį sem eru harkalegir ķ pólitķskum umręšum eša heldur haršoršir ķ garš sumra, vęri žaš ritskošun. En ég hef séš ritaša hluti innan kerfisins sem er svo višurstyggilegt aš mašur svitnar. 

Ég skil fullkomlega vel aš žó svo aš bloggfęrslan sé alfariš į įbyrgš skrifanda en endurspegli ekki į neinn hįtt skošanir eša afstöšu mbl.is, og Morgunblašsins, žį vilji žeir ekki hżsa žann višbjóš sem sumir lįta śt śr sér. 

Žetta mun ašeins leiša til žess aš mogginn žarf aš loka į athugasemdir žeirra sem koma ekki undir nafni, sķšan loka į įkvešnar IP tölur, loka į fleiri bloggara, loka į fleiri fréttir og hver veit aš žetta verši sķšar svo flókiš aš žeir loki bara į moggabloggiš allt eins og žaš leggur sig.

Pólitķsk umręša veršur oft aš vera hvöss og žaš er óhjįkvęmilegt aš einhverjir móšgist eša aš fólk verši jafnvel sįrt. En meš óžarfa sóšakjafti er veriš aš eyšileggja žetta fķna kerfi, sem moggabloggiš er, og vettvang okkar til žess aš tjį okkur um mįlefni lķšandi stundar. 

Į Eyjunni (eyjan.is) eru lesendur bešnir aš koma til lišs viš sig og bęta notkun ummęlakerfisins meš žvķ aš nota alltaf rétt nafn og halda umręšum innan heilbrigšra marka.  Žeir segja aš umręšan megi vera gagnrżnin, afdrįttarlaus og hvöss, en hśn žurfi aš vera efnisleg og ekki verši lišiš aš settar séu fram rangar stašhęfingar, dylgjur, ęrumeišandi ummęli eša hótanir. Mogginn ętti aš sjįlfsögšu aš geta fariš fram į žaš sama.


mbl.is Umręšuhęttir į netinu
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband